top of page

Verðskrá

Hver tími er seldur stakur og varir í 60 mínútur. Hægt er að kaupa kort ef þörf er á fleiri en einum tíma. Við kaup á korti fæst afsláttur. Í fyrsta tíma er farið yfir hvaða þörf er til staðar og/eða lesið yfir greiningargögn með foreldrum og/eða forráðamönnum. Því er mikilvægt að hafa meðferðis öll gögn er málið varðar í fyrsta tímann. Eins náms- og lesferil barnsins og annað sem foreldrar telja að skipti máli við mat á þörf barnsins. 

Í samantekt á upplýsingum frá foreldrum og/eða forráðamönnum í fyrsta tíma, og út frá þeim gögnum sem eru meðferðis, leggjum við til þá áskriftarleið að úrræði/um sem við teljum að henti best. Að sjálfsögðu getur hver og einn ákveðið hvort hann kjósi að kaupa slíka ákriftarleið eða bóka staka tíma eftir þörfum. Valið er til staðar og við metum hver þörfin er í samvinnu við hvern og einn skjólstæðing.

Við aðstoðum foreldra/forráðamenn við að senda tilboð á opinbera aðila og kanna aðkomu ef þjónustuaðili getur ekki veitt viðeigandi úrræði. Athugið að stéttarfélög taka í einhverjum tilfellum þátt í kostnaði við meðferðir.

Einstaklingsþjónusta

Stakur tími, hver tími er 60 mín.                                   18.500 kr

5 tíma kort                                                                      80.000 kr

10 tíma kort                                                                  160.000 kr

      

Verðskrá er birt með fyrirvara um breytingar.

Við bjóðum upp á einstaklingsmiðuð úrræði hönnuð út frá þörfum hvers og eins. 

Kynnið ykkur málið og hafið samband við okkur í gegnum netfangið sigursetrid@gmail.com 

Þjónusta fyrir opinbera aðila

Tímagjald 20.500 kr

Tilboð útbúið í hverju máli fyrir sig. Vinna á vettvangi; inni á heimili, menntastofnun og/eða íhlutun í því umhverfi þar sem vandi birtist. Reiknað í tímagjald er sérfræðiþjónusta fagaðila sem hefur menntun og sérhæfingu á sviðinu. Öll undirbúningsvinna, vinna við gerð fræðsluefnis í hverju máli fyrir sig, einstaklingsáætlun, markmiðssetning, eftirfylgni og endurmat. Allur akstur innifalinn. 

bottom of page