top of page

Okkar þjónusta

Þjónusta fyrir heimasíðu myndrænt.JPG

Við erum Sigursetrið, fyrirtæki með þjónustu fyrir foreldra og/eða forráðamenn, börn, unglinga og ungmenni sem eru að takast á við flókin og krefjandi verkefni í námi og í daglegu lífi.

Hlutverk Sigursetursins er að bjóða fjölskyldum upp á ráðgjöf og fjölbreytt úrræði til að leysa námslegar, hegðunarlegar, tilfinningalegar og félagslegar áskoranir sem börn, unglingar og ungmenni glíma við í skóla og/eða heima fyrir. Hvert lítið skref er stór sigur í átt að betri líðan.

Við bjóðum upp á úrlestur greininga þar sem við förum yfir greininguna með foreldrum og gefum einstaklingsmiðaða ráðgjöf. Í kjölfarið útfærum við aðgerðaráætlun með markmiðum í einstaklingsbundnum og sérsniðnum úrræðum. Eins setjum við upp mælikvarða á því hvernig við metum árangur af úrræðinu. Neðar á þessari síðu er að finna yfirlit yfir þá flokka af úrræðum sem standa til boða hjá okkur. Yfirlitið er ekki tæmandi. Best er að bóka tíma í ráðgjöf hjá okkur. Ef lausnin er ekki til þá einfaldlega búum við hana til!

Úrræði

bottom of page