top of page

Taugaþroskaraskanir eru ástæða þess að einstaklingar fá greiningu eða eiga í örðugleikum með nám og/eða að takast á við daglegt líf. Þrátt fyrir að heiti á röskun sé staðlað er ekki sama lausnin sem gæti hentað öllum sem eru með svipaða eða sömu greiningu. Lýsingar hér á síðunni á taugaþroskaröskunum er ekki tæmandi né fullnægjandi til greiningar. Ef þú finnur atriði sem eru sammerkt með þínu barni, unglingi eða ungmenni hafðu þá sambandi við skólasálfræðing, sálfræðing, Þroska- og hegðunarstöð eða Ráðgjafar- og greiningarstöð. 

Við getum aðstoðað þig með úrvinnslu gagna, hegðunarvanda og fleira, en við greinum ekki né gefum út greiningar.

ADHD
F90. 0 DSM - 5

adhd.png
heili.jpg
ADHD (Athyglisbrestur með ofvirkni, AMO)

Er algengasta taugaþroskaröskunin sem kemur fram á grunnskólaaldri. Algengi ADHD á Íslandi er 5 – 10% af 100 börnum. Þetta þýðir að í hverjum bekk eru a.m.k. 2 til 3 börn sem eru með ADHD, það þýðir ekki að þau séu öll greind með ADHD en geta uppfyllt þau greiningarviðmið engu að síður. Mörg börn eru með athyglisbrest þó þau uppfylli ekki skilyrði um ofvirkni.

ADHD er genatísk arfleifð sem þýðir að barnið, unglingurinn þinn eða ungmenni hefur erfti þessa taugaþroskaröskun frá foreldri. ADHD er því ættgeng taugaþroskaröskun og gott er að athuga ef þig grunar að barnið, unglingurinn eða ungmennið sé með ADHD að skoða fjölskyldusöguna.

 

ADHD er greint hjá sálfræðingum og mikilvægt er að láta athuga barnið sem fyrst svo hægt sé að vinna með styrkleika þess og veikleika. Hegðunarvandi getur verið afleiðing af ADHD og skapast þá vítahringur sem þarf að rjúfa. Með þjálfun lærir barnið, unglingurinn eða ungmennið að lifa með ADHD og stjórna sér í áskorunum daglegs lífs.

Til að uppfylla greiningarviðmið þarf að uppfylla a.m.k. 6 skilyrði í hverjum hluta fyrir sig:

Athyglisbresti, hvatvísi og mikilli hreyfivirkni.

Einkenni þurfa að hafa verið til staðar í 6 mánuði eða lengur við greiningu. Helstu einkenni eru:

  • Veitir oft smáatriðum ekki athygli.

  • Erfitt með að halda athygli í verkefnum.

  • Á erfitt með að sitja kyrr.

  • Talar mjög mikið,

  • Festir illa lengi við leik.

Til að fræðast ítarlega um ADHD er gott að fara á heimasíðu ADHD samtakanna www.adhd.is Einnig er Ráðgjafar- og greiningarstöð https://www.greining.is/ með fræðslu sem og Þroska- og hegðunarstöð.

ADHD er ekki sjúkdómur og því er ADHD ekki læknanlegt. Með réttri fræðslu og úrræðum er hægt að lifa í sátt og samlyndi við sitt ADHD.

ATH:

Þessi listi er ekki tæmandi og því er varhugavert að einblína á hann sem greiningarviðmið. En hafir þú áhyggjur af þessum þáttum er afar mikilvægt að hafa samband við sálfræðing, Ráðgjafar- og greiningarstöð, Þroska- og hegðunarstöð.

Myndir fengnar af veraldarvefnum.

Heimild:

American Psychiatric Association. (2013). Diagnostic and statistical manual of mental disorders (5. útgáfa). Arlington VA, American Psychiatric Association.

ADD


 

Athyglisbrestur getur verið til staðar þó að ofvirkni og hvatvísi fylgi ekki. Í nútímasamfélagi er hægt að ávinna sér athyglisbrest með snjallsímanotkun, spjaldtölvunotkun og tölvuleikjum. 

ADD (e. Attention Deficit Disorder) er skammstöfun sem notuð er þegar um taugaþroskaröskun er að ræða sem einkennist af athyglisbresti og erfiðleikum með einbeitingu. Þegar barn, unglingur eða ungmenni er greint með ADD er hvatvísi eða ofvirkni ekki þáttur af greiningunni.

 

ADD getur valdið miklum erfiðleikum í námi og vinnu, í samskiptaerfiðleikum og í mistúlkun á fyrirmælum.

Hægt er að þjálfa upp athygli og stjórna þeim þáttum sem geta valdið erfiðleikum. Skipulag er mjög mikilvægur þáttur fyrir einstaklinga með ADD.

Til að fræðast ítarlega um ADHD er gott að fara á heimasíðu ADHD samtakanna www.adhd.is Einnig er Ráðgjafar- og greiningarstöð https://www.greining.is/ með fræðslu sem og Þroska- og hegðunarstöð.

ADD er ekki sjúkdómur og því er ADD ekki læknanlegt. Með réttri fræðslu og úrræðum er hægt að lifa í sátt og samlyndi við sitt ADD.

ATH:

Þessi listi er ekki tæmandi og því er varhugavert að einblína á hann sem greiningarviðmið. En hafir þú áhyggjur af þessum þáttum er afar mikilvægt að hafa samband við sálfræðing, Ráðgjafar- og greiningarstöð, Þroska- og hegðunarstöð.

Myndir fengnar af veraldarvefnum.

Heimild:

American Psychiatric Association. (2013). Diagnostic and statistical manual of mental disorders (5. útgáfa). Arlington VA, American Psychiatric Association.

add.jpg

Einhverfa
F84,0 DSM - 5

dæmigerð.jpg
taugafruma_161211.jpg

Að vera á einhverfurófi getur verið mjög flókið og erfitt fyrir einstaklinga og sérstaklega óþroskuð börn og ungmenni. Einhverfa er flókin og getur tekið á sig margar myndir, það geta verið fylgiraskanir sem hafa mikil áhrif á einhverfuþáttinn sjálfan. Fyrir 2013 var talað um fjórar megin greiningar:

  1. Dæmigerð einhverfa.

  2. Ódæmigerð einhverfa.

  3. Asperger´s heilkenni.

  4. Alvarleg taugaþroskaröskun með mikil frávik í þroska (e. Pervasive Developmental Disorder).

Í dag er talað um þrjár megin greiningar:

  1. Dæmigerð einhverfa.

  2. Ódæmigerð einhverfa.

  3. Alvarleg taugaþroskaröskun með mikil frávik í þroska (e. Pervasive Developmental Disorder)

 

Að vera á einhverfurófi er flókið fyrir einstaklinga og veldur þeim erfiðleikum í daglegu lífi. Töluverð lífsgæðaskerðing er samhliða þessari greiningu. Einfaldasta samlíking er myndin til hægri þar sem símaendi leitar stöðugt eftir tengingu en fær hana ekki. Líkt og að senda úr PC tölvu í Apple prentara, lítill árangur næst, en samt er alltaf reynt. Einhverfa er ekki sjúkdómur og því ekki læknanleg.

 

ATH:

Þessi listi er ekki tæmandi og því er varhugavert að einblína á hann sem greiningarviðmið. En hafir þú áhyggjur af þessum þáttum er afar mikilvægt að hafa samband við sálfræðing, Ráðgjafar- og greiningarstöð, Þroska- og hegðunarstöð. Ráðgjafar- og greiningarstöð sérhæfir sig í greiningum á einhverfu.

Myndir fengar af veraldarvefnum.

Heimildir:

American Psychiatric Association. (2013). Diagnostic and statistical manual of mental disorders (5. útgáfa). Arlington VA, American Psychiatric Association.

Gazzaniga, M.S., Ivry, R.B, og Mangun, G.R. (2014). Cognitive neuroscience. The biologi of the mind (4. útgáfa). W. W. Norton & Company.

M.D. Batshaw, Mark L., M.D. Roizen, Nancy, M.D. Pellegrino, Louis. (2019). Children with disabililties (8. útgáfa). Brookes Publishing.  

Dæmigerð einhverfa
F84,0 DSM - 5

Dæmigerð einhverfa er taugaþroskaröskun sem er arfgeng. Hún getur verið með þroskahömlun (frá einu fráviki og fleiri). Með dæmigerðri einhverfu má ávallt reikna með þroskafráviki að einhverju leyti. Það getur verið í talmáli, málskilningi og/eða lestrarskilningi. Til að fá greiningu fyrir dæmigerða einhverfu þurfa að koma fram veikleikar í eftirfarandi þáttum:

  • Skynjun

  • Málþroska

  • Fínhreyfingum 

  • Grófhreyfingum 

  • Samhæfingu hreyfinga

  • Samhæfingu hugar og handar

  • Skortur á augnsambandi

  • Grunur á seinkuðum vitsmunaþroska

  • Hegðunarvandi

  • Aðlögunarhæfni

 

Einhverfa er fjölbreytt og enginn einstaklingur er eins. Þó er rauður þráður sem sameinar einstaklinga á einhverfurófinu. Meðraskanir hafa oft meiri áhrif en einhverfurófsröskunin sjálf.

Algengar meðraskanir eru:

  • Málþroski og málþroskafrávik, takmarkaður orðaforði, einhæft tal.

  • Þroskahömlun

  • ADHD

  • ADD

  • Kvíðaraskanir

  • Frávik í hreyfiþroska

  • Svefnraskanir

  • Fæðuraskanir

  • Áráttu- og þráhyggjuröskun

  • Þunglyndi

  • Alvarlegur hegðunarvandi

ATH:

Þessi listi er ekki tæmandi og því er varhugavert að einblína á hann sem greiningarviðmið. En hafir þú áhyggjur af þessum þáttum er afar mikilvægt að hafa samband við sálfræðing, Ráðgjafar- og greiningarstöð, Þroska- og hegðunarstöð. Ráðgjafar- og greiningarstöð sérhæfir sig í greiningum á einhverfu.

Frekari upplýsingar um einhverfu og þætti tengda henni er að finna á heimasíðu Einhverfusamtakanna

Mikilvægi snemmtækrar íhlutunar er án efa besta tækið til að aðstoða barnið til að öðlast færni þrátt fyrir að fullnaðargreining liggi ekki fyrir. Því fyrr sem byrjað er því betra er fyrir barnið að aðlagast sinni taugaþrosaröskun. 

Myndir fegnar af veraldarvefnum.

Heimildir:

American Psychiatric Association. (2013). Diagnostic and statistical manual of mental disorders (5. útgáfa). Arlington VA, American Psychiatric Association.

Gazzaniga, M.S., Ivry, R.B, og Mangun, G.R. (2014). Cognitive neuroscience. The biologi of the mind (4. útgáfa). W. W. Norton & Company.

M.D. Batshaw, Mark L., M.D. Roizen, Nancy, M.D. Pellegrino, Louis. (2019). Children with disabililties (8. útgáfa). Brookes Publishing.  

ódæmigerð.jpg
5f8e0c9fb16068001dae9882.jpg
what-is-severe-autism-260044-Final-1624a05bc38f43faa1b2d3e0e42f8d3d.png
Common-Symptoms-of-Autism.png
impaired-social-interaction-2.jpg

Aspergher heilkenni
F84.5 DSM - 5

asperger.webp
ASD.jpg

Meginmunur á Asperger heilkenni og dæmigerðri einhverfu er að Asperger einstaklingur er oft með mjög háa greindarvísitölu. Þeir sem eru með Asperger eru fullkomlega virkir (e. High Functioning Autism). Þeir eru samt sem áður á einhverfurófinu. Fyrir 2013 var Asperger greint sem sér taugaþroskaröskun, oft olli það ruglingi þegar kom að tryggingum og aðstoð við einstaklinga sem eru með Asperger. Það þýðir samt ekki að Asperger heilkenni hafi horfið því margir þættir eru þeir sömu og hjá þeim sem eru með dæmigerða einhverfu.

Einkenni sem eru klassísk fyrir Aspgerger:

  • Eiga erfitt með nánd.

  • Félagsfælni, einangra sig gjarnan frá öllu félagslegu lífi.

  • Gefa ekki augnsamband.

  • Horfa gjarnan yfir þann sem þeir eru að tala við, gefa ekki færi á augnsambandi.

  • Áráttu- og þráhyggjuhegðun.

  • Málþroski er umfram jafnaldra, oft með gamalt mál eða sérstakt málfar.

  • Óeðlileg félagsleg hegðun.

  • Málefni snúast gjarnan um þá sjálfa og þeirra áhugamál, gefa öðrum ekki færi á að tjá sig.

  • Lítil tilfinningaleg tjáning í andliti.

  • Skilningleysi á tilfinningar annarra.

  • Erfiðleikar við að eignast vini og halda vináttu.

  • Erfiðleikar við túlkun á hegðun annarra eða lesa í umhverfi sitt.

  • Skilur ekki kaldhæðni eða grín.

  • Á erfitt með að skilja siði annarra og venjur.

  • Á erfitt með að sýna tilfinningar í garð annarra og tjá sig um tilfinningar við aðra.

  • Skortur á almennri skynsemi.

  • Oftúlkar útskýringar eða upplýsingar.

  • Erfiðleikar við að breyta áætlun eða daglegu skipulagi.

Félagslegir erfiðleikar eru fremur miklir þar sem einstaklingar hafa tilhneigingu við að einangra sig og forðast almenningsrými. Þrátt fyrir að Asperger einstaklingur sé vel máli farinn og eigi auðvelt með nám, þá er hann ekki endilega félagslega sterkur þar sem hann getur ekki sett samræður í samhengi við sín áhugamál eða málefni. Einnig er málfar þeirra eintóna og ekki hægt að túlka tilfinningar í málfari þeirra. Endurtekning á sömu setningum og sömu málefnum er títt. Háreysti er oft leiðin sem þeir fara til að vekja máls á sínum málefnum og til að ná athygli.

 

Þrátt fyrir að stór hópur af þeim sem greinast með Asperger heilkenni eigi auðvelt með nám, eiga þeir ekki auðvelt með túlkun á námsþáttum. Vegna breiddar í heilkenninu eru námsörðugleikar jafn tíðir og þeim sem eru með dæmigerða einhverfu. Erfiðleikar tengjast iðulega námsefninu sjálfu því ef þeim finnst það ekki skipta máli þá fer lítill tími í nám.

Sameiginleg hegðun sem tengir einstaklinga með Asperger er:

  • Eiga auðvelt með nám.

  • Langtímaminni er mjög sterkt.

  • Eiga auðvelt með að skilja tæknilega þætti.

  • Eiga auðvelt með að skilja leiðbeiningar með flóknum útskýringum.

  • Erfiðleikar við að skilja óhefðbundnar upplýsingar eða samfélagslega samþykktar reglur.

  • Einblína á smáatriði í stað þess að horfa á heildarmyndina.

 

Margir geta glímt við námsörðugleika í stærðfræði þar sem texti getur verið erfiður aflestrar. Það hefur áhrif á allan lestur og skrift á grunnskólagöngu þar sem einstaklingar eru ómótaðir og tjáning þeirra er á annan máta en annarra. Þrátt fyrir námsörðugleika er ekki hægt að finna frávik í vitsmunaþroska.

Líkamleg einkenni:

  • Seinkun í hreyfiþroska og/eða hreyfifærni.

  • Óhefðbundar hreyfingar (kækir án þess að vera með Tourette).

  • Erfiðleikar í samhæfingu hreyfinga.

  • Þola illa lykt t.d. ilmvatn, reykelsi.

  • Áferð fatnaðar getur truflað.

  • Áferð á mat getur truflað.

  • Erfiðleikar við einfaldar hreyfingar s.s. að grípa bolta, aðrir sýna ekki neina veikleika.

 

Meðraskanir:

  • Þunglyndi

  • Kvíðaraskanir

  • ADHD

  • ADD

  • Tourette

Meðraskanir eru ekki greinandi fyrir Asperger heilkenni. Í stuttu máli þá eru einstaklingar sem eru með Asperger heilkenni:

  • Með háa greindarvísitölu.

  • Með eiginleika til að einblína á mjög þröng málefni og/eða verkefni hvort sem þau eru verkleg eða fræðileg.

  • Með einstaklega gott minni.

  • Með sérstakan húmor.

  • Góðir í að einblína á jafnrétti og heiðarleika.

  • Margir hverjir einstaklega hæfileikaríkir á einhverju einu sviði.

 

Þrátt fyrir að vera með mörg einkenni sem eru samhliða dæmigerðri einhverfu er grá lína sem skilur að í greiningu. Margir sem eru með Asperger heilkenni fara langt í lífinu og verða:

Lögfræðingar, kennarar, rithöfundar, prófessorar, listamenn eða læknar.

Enginn er eins og eru margir þættir sem skilja hvern einstakling að. Í dag er Asperger heilkennið á einhverfurófinu þrátt fyrir að það sé ekki dæmigerð einhverfa. Eins og kom fram fyrr í þessari umfjöllun eru Asperger taldir með fullkomlega virkni (e. High Functioning) í langflestu sem þeir taka sér fyrir hendur. Þó má geta þess að þrátt fyrir það eru margir með Asperger heilkenni sem eiga í miklum erfiðleikum í daglegu lífi og lífsgæðaskerðing þeirra getur verið töluverð.

Ekki er hægt að lækna Asperger því það er ekki sjúkdómur heldur heilkenni.

ATH:

Þessi listi er ekki tæmandi og því er varhugavert að einblína á hann sem greiningarviðmið. En hafir þú áhyggjur af þessum þáttum er afar mikilvægt að hafa samband við sálfræðing, Ráðgjafar- og greiningarstöð, Þroska- og hegðunarstöð. Ráðgjafar- og greiningarstöð sérhæfir sig í greiningum á einhverfu.

Myndir fengnar af veraldarvefnum.

Heimildir:

American Psychiatric Association. (2013). Diagnostic and statistical manual of mental disorders (5. útgáfa). Arlington VA, American Psychiatric Association.

Gazzaniga, M.S., Ivry, R.B, og Mangun, G.R. (2014). Cognitive neuroscience. The biologi of the mind (4. útgáfa). W. W. Norton & Company.

M.D. Batshaw, Mark L., M.D. Roizen, Nancy, M.D. Pellegrino, Louis. (2019). Children with disabililties (8. útgáfa). Brookes Publishing. 

Sigríður Lóa Jónsdóttir og Edvald Sæmundsson. (2014). Litróf einhverfunnar. Háskóla útgáfan.

cfc89a94211b46d0e1f9e779a75d7e6b.png

Ódæmigerð einhverfa
F84.1 DSM - 5

istockphoto-1287120739-612x612.jpg
images.png

Ódæmigerð einhverfa er innan einhverfurófsins en uppfyllir ekki öll skilyrði fyrir dæmigerða einhverfu. 

Ódæmigerð einhverfa getur haft margar meðraskanir líkt og dæmigerð einhverfa. Hins vegar uppfyllir einstaklingur ekki öll einkenni fyrir dæmigerða einhverfu:

  • Erfiðleikar í félagslegum samskiptum geta verið verulegir en uppfylla ekki alla flokka fyrir dæmigerða einhverfu.

  • Erfiðleikar í tjáskiptum og máli geta verið veruleg en uppfylla ekki öll skilyrði fyrir dæmigerða einhverfu.

  • Áráttu- og þráhyggjuhegðun er til staðar en uppfyllir ekki öll greiningarviðmið.

Fyrir ódæmigerða einhverfu er nóg að einstaklingur uppfylli skilyrði í einum af flokkunum þremur. En dæmigerð einhverfa uppfyllir öll skilyrði í þremur flokkum.

Einhverfa hagar sér ólíkt á milli kynja og uppgötvast oftar seinna hjá stúlkum en strákum. Strákar eru í hærra hlutfalli á einhverfurófi en stúlkur.

Meðraskanir geta verið nokkuð margar eins og hjá þeim sem eru með dæmigerða einhverfu.

Ráðgjafar- og greiningarstöð sér um greiningarferli líkt og með aðrar taugaþroskaraskanir. Gruni þig að barnið þitt sé með einkenni á einhverfurófi þarf að byrja á því að leita til skólasálfræðings sem mun vísa áfram í rétt ferli.

ATH:

Þessi listi er ekki tæmandi og því er varhugavert að einblína á hann sem greiningarviðmið. En hafir þú áhyggjur af þessum þáttum er afar mikilvægt að hafa samband við sálfræðing, Ráðgjafar- og greiningarstöð, Þroska- og hegðunarstöð. Ráðgjafar- og greiningarstöð sérhæfir sig í greiningum á einhverfu.

Myndir fegnar af veraldarvefnum.

​Heimildir:

American Psychiatric Association. (2013). Diagnostic and statistical manual of mental disorders (5. útgáfa). Arlington VA, American Psychiatric Association.

Gazzaniga, M.S., Ivry, R.B, og Mangun, G.R. (2014). Cognitive neuroscience. The biologi of the mind (4. útgáfa). W. W. Norton & Company.

M.D. Batshaw, Mark L., M.D. Roizen, Nancy, M.D. Pellegrino, Louis. (2019). Children with disabililties (8. útgáfa). Brookes Publishing. 

Sigríður Lóa Jónsdóttir og Edvald Sæmundsson. (2014). Litróf einhverfunnar. Háskóla útgáfan.

Kvíðaraskanir

Kvíðaraskanir eru algengustu raskanir sem snúa að geðheilbrigði. Kvíði er harður húsbóndi óháð aldri einstaklinga sem þjást af kvíðaröskun. Listinn fyrir neðan er ekki tæmandi listi því kvíði getur fylgt áföllum í æsku og komið seint fram. Einnig getur kvíði verið tengdur við taugaþroskaraskanir og aukið á vanda og gert líf einstaklinga erfitt og flókið.

Eins og sjá má eru kvíðaraskanir flóknar og fjölbreyttar og ekki grundvöllur né möguleiki að fara yfir það hér á þessari síðu. Hér fyrir neðan eru nokkrar kvíðaraskanir sem geta haft veruleg áhrif á lífsgæði barna, unglinga og ungmenna. Taka þarf tillit til sögu hvers einstaklings og við mælum eindregið með að leita til sálfræðings eða Kvíðameðferðarstöðvarinnar https://kms.is/ ef grunur er um kvíða af einhverjum toga.

Listi yfir kvíðaraskanir:

  • F93.0 Aðskilnaðarkvíði

  • F94.0 Kjörþögli

  • F40.10 Félagskvíði

  • F41.0 Kvíðaröskun

  • F40.00 Fælni

  • F41.1 Almenn kvíðaröskun

  • F06.4 Kvíði tengdur veikindum

  • F41.8 Aðrar sértækar kvíðaraskanir

  • F41.9 Ótilgreind kvíðaröskun

 

Helstu einkenni kvíða eru (óháð um hvers konar kvíða er að ræða):

  • Taugaóstyrki

  • Óróleiki

  • Fælni og jafnvel ótti við aðstæður, finnur fyrir hættu af einhverjum toga.

  • Hraður hjartsláttur

  • Oföndun

  • Sviti

  • Skjálfti

  • Þreytueinkenni

  • Tilfinning eins og að líða muni yfir viðkomandi.

  • Verkkvíði og jafnvel aðgerðarleysi

  • Forðun og frestun

  • Erfiðleikar með einbeitingu

  • Höfuðverkur

  • Magaverkur

  • Óútskýrð líkamleg vanlíðan

 

Börn og ungmenni lýsa oft ofangreindum einkennum en líkamleg einkenni geta verið ólík á milli einstaklinga. Skólaforðun getur verið kvíðatengd og haft áhrif á alla vellíðan.

Gruni þig að barnið, unglingurinn eða ungmennið þitt sé með kvíðaröskun, leitaðu þá til sálfræðings eða Kvíðameðferðarstöðvarinnar. Það er hægt að meðhöndla kvíða og lyfjagjöf fer mjög oft í hendur með viðtalsmeðferð. Eins hefur Hugræn atferlismeðferð (HAM) reynst mjög vel við kvíða. 

Myndir eru af veraldarvefnum.

Heimildir:

American Psychiatric Association. (2013). Diagnostic and statistical manual of mental disorders (5. útgáfa). Arlington VA, American Psychiatric Association.

M.D. Batshaw, Mark L., M.D. Roizen, Nancy, M.D. Pellegrino, Louis. (2019). Children with disabililties (8. útgáfa). Brookes Publishing.  

 

what-is-social-anxiety-disorder-5087486-Final-2cbb9bd5dd3b4b4a869a7dc5701ccd38.jpg
illustration-worried-man-apart-circle-friends_0.jpg
shutterstock_619960997_370864.jpg
w1600.png
bottom of page