top of page

Lesefnið á þessari síðu er til þess að efla skilning á taugaþroskaröskunum og hegðunarvanda. Efnið er byggt á áralangri reynslu okkar í vinnu með einstaklingum með taugaþroskaraskanir ásamt lestri fræðigreina og bóka. Ef tilvitnun í bækur og ritrýndar greinar eru til staðar eru þær settar í sviga. Nafn bókar mun einnig koma fram í sviga ef fróðleikurinn er byggður á 1 - 3 bókum, þá koma allar upplýsingar fram til þess að styðja textann. 

Sigursetrið byggir á reynslu, þekkingu og reyndum fræðum á vettvangi, hvort sem það er skólastofan, félagsumhverfi, barnavernd eða samskipti við lögreglu. Við tengjum við verklega þætti en ekki einungis fræðilega þætti. Reynsla gefur oft fleiri úrræði en fræðin, þó fræðin séu stór þáttur og í sífelldri þróun. Einnig koma fram hlekkir við stofnanir og fyrirtæki sem eru að vinna með fjölþættan vanda og taugaþroskaraskanir.

behavior-problems-children-770x346.jpg

Fróðleikur

Hegðunarvandi

Hegðun hvers einstaklings getur ekki verið vandi fyrr en hegðunin skaðar aðra eða viðkomandi einstakling. Hver einstaklingur er með sína náttúrulegu hegðun og lærða hegðun. Náttúruleg hegðun snýr að frumþörfum  okkar og kemur af sjálfu sér strax við fæðingu. Það er okkur eðlislægt að leita að hita ef okkur er kalt, það þarf ekki að kenna okkur það, einnig leitum við að mat ef við verðum svöng. Slíkar náttúrulegar þarfir þarf ekki að kenna okkur. Þá vaknar strax spurning, er að stela sér mat þá hegðunarvandi? Siðferði er annar þáttur sem snýr að hegðun og hegðunarvanda. 

Hegðunarmótun er ekki ný vísindagrein eða fræði, heldur hefur hún fylgt manninum frá aldaöðli. Þó nokkrir fræðimenn hafa sett fram kenningar á þessu sviði. Kenningarnar hafa svo verið prófaðar og settar fram með óyggjandi hætti um að hægt er að móta flest alla með ákveðnum styrkingum, annað hvort með jákvæðum hætti eða neikvæðum hætti.

Að stela er rangt, en það er líka rangt að vera svangur. Siðferði er því líka stór þáttur í hegðunarmótun, því við kennum muninn á réttu og röngu. Hegðunarvandinn er því strax í upphafi vegna utanaðkomandi aðstæðna sem annaðhvort styrkja eða veikja ákveðna hegðun. Hegðunarvandi er ekki greiningarvandi sem stendur einn og sér sem greiningarflokkur heldur er hann meðröskun sem þarf að skoða.

Fræðigreinar sem taka á þessum málaflokk eru t.d.:

  • Afbrotafræði

  • Mannfræði

  • Sálarfræði

  • Atferlisfræði

Þessar fræðigreinar eru innan félagsvísinda- og heibrigðissviðs háskóla. Þetta er ekki tæmandi listi því hver grein hefur þróast frekar og margir áhugaverðir undirflokkar og fræði hafa þróast áfram.

Hjá Sigursetrinu leitumst við að því að afla okkur endurmenntunar og sækjum ráðstefnur, námskeið og fræðslu innan þessara sviða.

Heimildir:

Cooper, J. O., Heron, T. E., og Heward, W. L. (2019). Applied Behavior Analysis (3. útgáfa). Hoboken, NJ: Pearson Education.

BehaviorProblems.jpg
w1600.png

Lærð hegðun

Lærð hegðun er iðulega skilyrt  hegðun. Skilyrt hegðun er sú hegðun sem er lærð í daglegu lífi eða þegar ákveðin hegðun er æskilegri en önnur. Ef barn/unglingur eða ungmenni þarf að sýna ákveðna hegðun í ákveðin tíma þarf að kenna hegðunina eða hafa áhrif á þá hegðun sem er sýnileg.
Tökum dæmi: Eitt af því sem við viljum kenna barni okkar er að öskra ekki út í búð.
Hvernig gerum við það?
Svar: Gefum barninu það sem það vill svo það öskri ekki. 
Þar með er barnið búið að skilyrða foreldri sitt til að fá ákveðinn hlut, nammi, dót eða pening. Barnið mun yfirfæra sína fyrstu reynslu í kennslu frá foreldri áfram og hegðun þess mun einkennast af skilyrtum þáttum.
Þetta einfalda dæmi er ekki svo einfalt því ef um taugaþroskaraskanir er að ræða getur verið að barnið hafi ekki annan tjáningarmáta. En hegðun sem er lærð er ávallt hegðun sem hefur komið fram með aðkomu utanaðkomandi þáttta. Foreldri styrkir eða veikir þann þátt ómeðvitað eða meðvitað. Hægt er að snúa neikvæðri hegðun við með jákvæðri kennslu og þjálfun ef tekið er mið af hverjum einstakling fyrir sig. Fyrsti fræðimaðurinn sem kom með skilgreiningu á slíkri hegðun var  Ivan Petrovich Pavlov, hann var lífeðlisfræðingur. Á eftir honum kom Burrhus Frederic Skinner, sáflræðingur, heimspekingur og athafnamaður sem sýndi fram á umhverfisþætti í hegðun og atferli.
Heimildir:

Cooper, J. O., Heron, T. E., & Heward, W. L. (2019). Applied Behavior Analysis (3. útgáfa). Hoboken, NJ: Pearson Education.

Fisher, W. W. (2014). Handbook of applied behavior analysis. Guilford Press.

Áhættuhegðun og greiningar

Hvað er áhættuhegðun? Það má flokka alla hegðun eftir hvar hún er viðhöfð hverju sinni. En samfélagið sem við einstaklingar búum í eru með samþykkta hegðun bæði yrta og óyrta hegðun sem þykir æskileg. Flest allir geta lesið í samfélagslegar aðstæður sínar og viðhaft viðeigandi hegðun. En það eru til flokkar af hegðun sem teljast óviðeigandi sama hvar og hvenær sú hegðun á sér stað. Sem dæmi má nefna:

  • Ofbeldi

  • Soramunnsöfnuður

  • Einelti

  • Skemmdarverk

  • Þjófnaður

  • Neysla á ólögmætum efnum og sala slíkra efna.

  • Frelsissvipting

  • Dónaskapur í garð þeirra sem eru öðruvísi

  • Vopnaburður

Allir verðandi foreldrar eiga von á því að eignast barn sem á bjarta framtíð fyrir sér með fullt af tækifærum. Ekkert foreldri óskar barni sínu það líf að lifa við skert lífsskilyrði strax í upphafi og jafnvel glíma við taugaþroskaraskanir af einhverju tagi. En samfélagið hefur þegar ákveðið hvað er ásættanleg hegðun og hvað ekki.

Einstaklingar með taugaþroskaraskanir eru útsettir fyrir höfnun af samfélaginu því oft á tíðum passa þeir ekki inn í þá hegðunarkassa sem eru fyrirfram ákveðnir í samfélaginu. Þeir skilja samfélagslegt umhverfi sitt ekki á sama hátt og þeir sem eru án taugaþroskaraskana. Einstaklingur greindur með taugaþroskaröskun er í meiri hættu á að vera misnotaður í samfélaginu því hann þráir það eitt að fá að vera eins og hinir, fá samþykki og vera mikils metinn. Að vera með greinda taugaþroskaröskun snemma á lífsleiðinni eykur líkur á að hægt sé að grípa inn í rangt hegðunarmynstur og kenna rétta hegðun. Með ýmsum aðferðum er hægt að kenna æskilega hegðun og festa hana í sessi.

Það vaknar enginn einstaklingur einn daginn og ákveður að lifa áhættusömu lífi eð sýna áhættuhegðun sem dregur úr lífsgæðum eða lífaldri.

Heimildir:

Siegel, L. J. (2004). Criminology: Theories, patterns, and typologies (8. útgáfa). Wadsworth/Thomson Learning.

Benard, Bonnie. (2004). Resiliency: What We Have Learned. San Francisco, CA, WestEd.

Yell, M. L. (Ed.). (2009). Evidence-based practices for educating students with emotional and behavioral disorders.. Merrill/Pearson.

images.jpg
images (1).jpg
shutterstock_619960997_370864.jpg
heili.jpg
bottom of page